Um okkur
Saga okkar
Studio Bloom var stofnað árið 2025 út frá ástríðu fyrir fallegu umhverfi og stemningu og skorti á ákveðnum vá-faktor í rýmum eins og biðstofum, móttökum eða veitingastöðum.
Ég er fædd og uppalin í Lúxemborg og bjó þar í 35 ár, þar sem ég kynntist ólíkum stílum, menningu og fagurfræði sem hafa mótað smekk minn. Síðar lærði ég innanhúshönnun í London og hef fengið að upplifa fjölbreytt umhverfi og rými úr ólíkum áttum.
Með Studio Bloom sameina ég þessa reynslu og ástríðu til að bjóða upp á lausn sem gerir fólki kleift að hafa fallegt rými allt árið, án fyrirhafnar. Ég trúi því að blóm og skreytingar geti breytt ekki bara útliti heldur einnig tilfinningu og upplifun hvers rýmis.
— Ásta Björk Sigþórsdóttir, stofnandi og eigandi Studio Bloom

Gildin okkar
Fagmennska
Hver blómasamsetning er sérhönnuð til að passa við þitt rými.
Gæði
Við notum einungis hágæða silkiblóm sem skapa náttúrulegt umhverfi.
Sjálfbærni
Silkiblóm eru umhverfisvænn kostur sem endist árum saman.
